19. apríl

 

 

 

Arnaldur Kári fjögurra mánaða í dag! Okkur finnst þessir fjórir mánuðir hafa liðið ansi hratt og um leið finnst okkur þessi strákur hafa alltaf verið hér með okkur!!

Það er allt bara ágætt að frétta af okkur, þó að enn sé svolítið kvef að stríða okkur. Mér skilst að þannig sé það víða.

Um daginn var foreldaraviðtal á leikskólanum sem gekk vel og fékk Ástþór Örn fina umsögn. Nú svo er hin árlega danskennsla byrjuð og mikið stuð.

Ástþór Örn var reyndar hálf hneykslaður um daginn því danskennarinn hefði sungið svo rosalega hátt með lögunum að "undir tók í húsinu"!!

Svo var farið í Sorpu um daginn í heimsókn og var Ástþór Örn svakalega spenntur enda mikill áhugamaður um endurvinnslu. Það var mikil upplifun að fara þangað

og hefur endurvinnsluáhugi þessa litla herramanns aukist til muna eftir þá heimsókn og við reynum að fylgja með í þeim áætlunum öllum :o) Fékk þrauta/litabók í Sorpu og

fremst á að skrifa nafn og þess háttar en einnig hvað manni þyki skemmtilegast að gera. Þar vildi Ástþór Örn að ég skrifaði fyrir sig eftirfarandi: Leika við Ara, fara út að hjóla, fara á hestbak og endurvinna!

 

En hér er vikuskammtur af myndum, njótið vel!

 

 

 

Ástþór Örn að æfa afmælissönginn á munnhörpuna fyrir afmæli Sigurðar Ágústs

 

 

Öskudagstennurnar frá afa Ástþóri alltaf jafn fyndnar!

 

 

 

Við innipúkarnir

 

 

Sætustu bræðurnir í bænum

 

 

 

 

Við mæðgin að byggja!

 

 

 

 

14. apríl átti Sigurður Ágúst afmæli og að sjálfsögðu biðu hans nokkrir pakkar og morgunkakó

 

 

 

 

Ástþór Örn aðstoðaði pabba við að opna pakka og kom margt skemmtilegt í ljós, þar á meðal

lítil Frakklandsbók en við fjölskyldan stefnum á Frakklandsferð vorið 2009!

 

 

 

Eftir vinnu var svo örlítið afmæliskaffi

 

 

Stuðbolti í afmælinu þó hann fengi ekki köku eða neitt!!

 

 

 

Vísitölupabbi með strákana sína

 

 

 

Í vikunni fannst okkur við vera kominn örlítill vorilmur í loftið þó að ekki væri nú alveg hægt að leggja þykku húfunni

en tilvalið að blása nokkrar sápukúlur!

 

 

 

 

 

Og nokkrar af litla sætilíusnum okkar!

 

 

 

 

 

...er verið að taka mynd af mér??

 

 

Og ein af stóra sætilíusnum okkar! Má til með að láta enn eitt gullkorn fylgja.

Í gær sáum við auglýsingu í sjónvarpinu þar sem Sveppi var með börnin sín að

auglýsa bíl og lögð var áhersla á að það skipti ekki öllu máli hvað hann kæmist nú hratt

eða þess háttar heldur að það mikilvægasta, farþegarnir væru öruggir.

Nú alla vega, Ástþór Örn horfir á auglýsinguna og er ekki alveg að ná því að Sveppi sé

þarna með einhver börn. Ég segi þá eitthvað á þessa leið: Já þarna er hann Sveppi með krakkana sína.

Ástþór Örn svarar þá mjööög hissa: En ég hélt að hann ætti nú bara heima í herberginu sínu.

Þessi strákur var því ekki að tengja Sveppa í morgunsjónvarpi barnanna við fjölskylduföðurinn.

 

 

 

Í dag skruppum við mæðgin aðeins í smá leiðangur og  glöddumst mjög þegar við

sáum fyrsta fífilinn þetta vorið. Þeir feðgar fóru svo út í hjólatúr og loks kom Björn og

þeir félagarnir léku sér hér úti í garði í góða stund.

 

 

 

Fjögurra mánaða stubburinn okkar sem er nú yfirleitt alltaf voða sæll og kátur