3. apríl

 

 

 

 

Þá er apríl genginn í garð. Þó nokkuð mikið um aprílgöbb hér í fyrradag. Það flugu svín með hvíta vængi um háloftin þegar litið var út, lítil drekakríli sátu hér úti á tröppum og alls konar.

Ástþór Örn var svo frekar fyndinn þar sem hann ruglaðist oftast og sagði "ha ha...17. júní" og hló og skríkti!

Annars erum við ekki laus við pestapúkann...sem er búinn að hanga hjá okkur allt of lengi að okkar mati. Við fórum með Arnald Kára til heimilislæknisins á mánudag vegna nefkvefs. Hann var ekkert búinn að vera með hita og í raun alveg eins og hann átti að sér að vera en okkur þótti vissara að fara og láta kíkja á hann. Hjá lækninum kom í ljós að það sást svolítill roði í öðru eyranu og vildi læknirinn setja hann á sýklalyf. Við urðum mjög hissa, hafði ekki grunað þetta. Læknirinn fullvissaði okkur um að þetta væri ekki af því að við værum lélegir foreldrar! Það er ansi erfitt að koma algjörlega í veg fyrir svona þegar er leikskólastrákur á heimilinu sem ber margt heim. Og jafnframt fengum við áhyggjufullu foreldrarnir að vita að svona væri ástandið á afskaplega mörgum bæjum. Úff úff. Ég hef svo sjálf legið þessa viku þannig að við Arnaldur Kári höfum verið bara í rólegheitum. Ég var heldur fljót á lappir síðast og ætla því að taka því rólega næstu daga. Við förum svo vonandi að bera ykkur skemmtilegri fréttir en pestafréttir og kannski að við getum farið að setja inn nokkrar myndir teknar utan dyra...hver veit!

 

 

Við mæðgin tókum herbergi Ástþórs Arnar í gegn á laugardaginn. Ástþór Örn ansi ánægður eftir tiltektina

enda aftur orðið pláss til að leika og vinna á skrifborðinu

 

 

Og hér er ein mynd eftir Ástþór Örn, þar sem sögusviðið er eyðimörk. Þarna sjáið þið meðal annars úlfalda

og hillingar!

 

 

 

Um daginn urðum við pestagemlingar ægilega glaðir þegar okkur barst sending frá vinum okkar

á Konsulentinum!

 

 

 

Þessi krúsilíus hefur nú verið hinn hressasti og því kom okkur ansi hreint á óvart að hann væri með í öðru eyranu.

 

 

 

 

Með sætustu lærin í sínum stærðarflokki!!

 

 

 

Já og ef hann er ekki bara allur allra sætastur!

 

 

 

Þessi er nú líka ægilega sætur! Hér í fína ljónabolnum sem kom úr pakkanum frá

Guðrúnu Láru og hinum konsulentunum. Brosir hér sínu breiðasta með það nývottað frá

tannlækninum að allar tennur væru í fínu lagi. Á morgun er það svo fimm ára skoðun og sprauta.

 

 

Og Guðrún Lára bætti aðeins á uglulfötin í fataskáp Arnaldar Kára!

 

 

 

Einn sem er eiginlega alltaf í góðu skapi!

 

 

 

 

 

 

 

Brosin koma alveg eftir pöntun og hlátursköstin yfirleitt líka!!

 

 

 

Þessi strákur kom heim í dag ansi sveittur eftir að hafa leikið sér vel klæddur

úti í sólinni, það var því notalegt að skreppa í bað!

 

 

 

Held að þessi tvö berjist um titilinn um hraustasta fjölskyldumeðliminn 2008!

 

 

 

Nú bíðum við bara eftir Lóunni og vorinu...ég er búin að ákveða það að ég ætla að halda Lóukaffi í ár, svo glöð verð ég að fara að fá smá

sönnun þess að vorið sé kannski ekki allt, allt of langt í burtu :o)