26. mars

 

 

 

Komin heim úr sveitinni eftir ansi góða daga þar. Og í dag fór Ástþór Örn í leikskólann og fékk ansi góðar móttökur enda hann búinn að sakna allra þar og öfugt.

Skemmtilegur dagur á leikskólanum því það var farið á tónleika með Sinfoníuhljómsveitinni. Ástþór Örn var mjög ánægður með tónleikana og þótti voðalega gaman að

fá að taka rútu vestur á haga. Mjög gott framtak að bjóða leikskólabörnum á tónleika. Við Arnaldur Kári vorum því bara heima í rólegheitum. Ég ætlaði að bjóða honum í göngutúr að

sækja Ástþór Örn en það var eitthvað svo leiðinlegt veður að það bíður betri tíma. En hér eru nokkrar myndir! Og enn og aftur takk fyrir kveðjurnar, svo gaman að fá þær!

 

 

 

Það er alltaf mikið stuð á leikteppinu!

 

 

 

Gólfæfingarnar ganga orðið nokkuð vel þó að enn sé hann nú svolítið móður

og másandi að þeim loknum!!

 

 

Meiri dúllinn þessi strákur!

 

 

 

 

Ástþór Örn er ansi áhugasamur um stafina og dáist mjög að einni vinkonu sinni á leikskólanum sem er að fara í skóla í haust og er orðin læs.

Það hefur aukið áhuga hans á því að læra að lesa og nú er hann kominn með hina gömlu og góðu Við lesum í hendurnar og ætlar sér

stóra hluti í lestrinum!!

 

 

 

Goggar eru svo nýtt æði hér á heimilinu og þessi segir manni hvað maður verður þegar maður verður stór.

Ástþór Örn ákvað starfsheitin og er langvinsælast hjá honum að hitta á starfsmann hjá Rauða krossinum,

en önnur starfsheiti í goggnum eru til dæmis sjónvarpsmaður, leikfangasmiður, dýralæknir og dýrasölumaður!

 

 

    

 

Það hafa nú verið teknar frekar fáar bræðramyndir að undan förnu og erum við að reyna að vinna upp! Ástþór Örn stjórnaði uppstillingum í dag og bað Sigurð að ná athyglinni á fyrstu myndinni,

því það væri svo flott að horfa svona ekki í myndavélina!!! Á miðjumyndinni átti svo að vera rosa sætur!