21. mars

 

 

Þá erum við loksins að hressast og vonandi að pestastandi sé lokið í bili...7,9,13...krossum fingur og allt það. Búið að vera heldur leiðinlegt ástandið.

En við vonum að nú fari kannski aðeins að glytta í vor, gæti þó verið smá bið á því en það má láta sig dreyma!

Það var alla vega ekki mjög vorlegt í sveitinni í dag...myndir gjörið svo vel!

 

        

 

Þessi ótrúlega sæti strákur varð þriggja mánaða í fyrradag...ótrúlegt hvað tíminn hefur flogið áfram!

 

    

 

Og að þessi strákur á sjötta ári...tíminn líður svo sannarlega hratt! Mér þykir oft hálf ógnvænlegt þegar Ástþór Örn er að reikna út

hvað litli bróðir verður stór þegar hann verður orðinn x ára og öfugt...já og þegar þessi strákur fer að tala um að fara í menntaskóla og fá bílpróf!

 

 

 

 

 

Voðalega hressir þessir feðgar :o)

 

 

 

     

 

Ástþór Örn skreytir fyrir páskana

 

 

 

 

 

Þessi dúlla hefur farið ansi sjaldan út að labba í vagninum, enda veðrið oft verið leiðinlegt nú eða veikindi stoppað.

Í dag fórum við í smá göngutúr og það fór voða vel um þennan dúðaða strák.

 

 

 

 

Drifum þær stöllur Pílu og Trýnu  með í smá gönguferð

 

 

 

Byrjuðum á að kíkja aðeins í fjárhúsin. Blíðfinnur þáði smá brauðbita hjá mér

 

 

 

 

 

Hlaupið á eftir frispídiski!

 

 

 

En Píla varð fyrri til

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd var tekin fyrir afa og ömmu sem eru farin til heitu landanna!

Við erum nú viss um að þau fá heimþrá þegar þau sjá þessar fínu myndir úr sveitinni.

 

 

Mætti bjóða ykkur smá snjó...nei sjálfsagt allir komnir með nóg af honum!!

 

 

 

 

 

 

 

 

Við mæðgin höfum nú ekkert verið úti við mikið að undanförn og þótti því ansi notalegt

að fara í smá gönguferð í dag og anda að okkur sveitaloftinu.

 

 

Ástþóri Erni þótti voða spælandi að vera ekki  miklu lengur úti, en það er ágætt að byrja bara rólega þar

sem var líka svolítið kalt

 

 

 

Þessum leiddist ekki að láta keyra sig í vagninum og var hinn hressasti þegar var komið inn

 

 

 

Ástþór Örn dreif sig strax á skrifstofuna hans og fór að teikna risaeðlur

 

 

   

 

Arnaldi Kára þykir voða notalegt að sitja og naga á sér hendurnar!! Hann er nú alveg mesta dúllan finnst okkur.

 

 

Nú svo er reynt að koma höndum og snuði upp í munninn með ágætum árangri!!

 

 

 

 

 

 

Á meðan Ástþór Örn teiknaði risaeðlur undirbjuggum við Sigurður notalegt kaffiboð!

 

   

 

Við mægðin sæl og glöð með að vera komin úr veikindafríi í páskafrí

 

 

 

 

Vonum að þið hafið það öll sem best og njótið páskafrís!