19. febrúar
Þá er Ástþór Örn orðinn fimm ára...að hugsa sér!! Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Ástþór Örn átti skemmtilegan afmælisdag með afmælisköku og tilheyrandi þó að það hafi nú allt verið á rólegum nótum
en stefnt er að því að halda formlegt afmæli við tækifæri. Ástþór Örn er ansi meðvitaður um það að hann er eldri í dag en í gær...þykir hann orðinn heldur fullorðinn fyrir smekk okkar foreldranna. Þannig
sagðist hann frá og með deginum í dag vera hættur að taka með sér bangsa til að hafa í hvíldinni á leikskólanum.
Afmælismyndir...gjörið svo vel!

Afmælisstrákur að morgni stóra dagsins

Pakkar opnaðir með tilþrifum. Í pökkunum var margt stórskemmtilegt, til dæmis Spidermanbraut sem talað hefur verið
um síðan fyrir jólin!

Mamma sem á erfitt með að trúa því að það séu komin fimm ár síðan
litli strákurinn hennar kom í heiminn!

Og Ástþóri Erni þykir þau Nemó og Dóra búin að vera hjá okkur svoooo lengi...en þau komu í hús 19. febrúar 2007

Sigurður Ágúst rifjar upp geimævintýri Tinna, sem er ansi vinsæll hér á heimilinu.

Arnaldur Kári svaf af sér fyrri hluta hátíðarhaldanna en var enn hressari
í síðari hlutanum!

Ástþór Örn að skreyta afmæliskökuna sína samhliða því að setja saman
LEGO dót sem hann fékk frá Langagerðingum!

Hann á afmæli í dag...hann á afmæli í dag...!
Amma Kata, afi Ástþór og hún Tinna frænka litu aðeins í kaffi til okkar í tilefni dagsins.

Arnaldur Kári tveggja mánaða og Ástþór Örn fimm ára

Sætilíus í nýjum frumskógardýrafötum sem er tískuþema næstu vikna!!
Guðrún Lára var svo lipur og góð að fara fyrir okkur í verslunarferð
og bæta aðeins fatabyrgðir drengsins!

Fyndna afmælisbarnið!

Og það þarf oft ekki mikið til að fá Arnald Kára til að brosa eða skellihlæja!