18. febrúar
Við skruppum í sveitina um helgina og áttum þar góða daga. Arnaldur Kári að koma í Dal í fyrsta skiptið og líkaði vel, svaf bara og slappaði af! Hann er reyndar yfirleitt alltaf voða prúður en sveitaloftið fór ógurlega vel
í hann og svaf hann í einum dúr frá kvöldi til morguns báðar næturnar, drakk og lagði sig þá aftur og svaf til hádegis! Ástþór Örn skemmti sér konunglega eins og venjulega bæði innan og utan dyra.
Hér er slatti af skemmtilegum sveitamyndum :o)

Ástþór Örn dreif sig í fjárhúsin fljótlega eftir að komið var í Dal.

Var með nokkra brauðmola með sér til að gleðja kindurnar. Hún Mýsla, kindin hans Ástþórs Arnar er
eiginlega sú styggasta í húsunum en Ástþór Örn segist þó alveg ná sambandi við hana. Afi hans bauð honum fyrr
í vetur að fá að eiga aðra kind sem væri kannski svolítið gæfari og myndi kannski þiggja smá brauðmola
og ekki halda sig svona voða fjarri manni, en nei Ástþór Örn sagði tilveruna nú ekki virka þannig að það væri
bara hægt að skipta út kindum sem maður ætti...og hana nú!!

Þær Gúsella og Ingibjörg eru aftur á móti afskaplega forvitnar og eru jafnan mættar fremstar þegar komið er inn í fjárhú!

Arnaldur Kári fór nú ekki í heimsókn í fjárhúsin í þetta skiptið.
Greinilega þótt meira spennandi að glápa á afa en í myndavélina!

Ástþór Örn himinsæll eftir að hafa farið með Gísla að gefa hestunum
á flötunum heyrúllur. Við hin ætluðum nú að líta til hrossanna um helgina en
það var varla veður í það. Hlökkum til að reyna að líta á þau í næstu ferð.

Þeir feðgar bjuggu til ansi flott virki


Sigurður litaglaði! Var ég búin að segja ykkur að þessi jakki fæst fyrir lítið...jafnvel bara ekki neitt!!!!!!!!!!!!!

Og svo var líka mokað út fyrir þessu fína húsi

Voða kósí!


Að leika sér við risaeðluplaymo sem hann fékk í svona snemmbúna afmælisgjöf frá afa og ömmu í Dal.
Þessi strákur verður fimm ára á morgun, þriðjudag og ætlum við að halda afmælið bráðlega!

Eitthvað er nú orðið langt síðan hefur birst fín bræðramynd


Ástþór Örn í sinni fyrstu heimsókn í Dal tveggja mánaða í fríinu á Íslandi 2003

Er ekki alltaf svolítið gaman að sjá svona samanburðarmyndir?!

Amma Kata og Ástþór Örn spila Þúsund. Ástþór Örn stefnir svo að því að læra að lesa sem allra fyrst
til þess að geta spilað Scrabble við ömmu sína. Hann var þó nokkuð brattur um helgina og sagðist alveg getað
spilað þetta spil, hann gæti til dæmis skrifað "Gott kvöld"!!!!

Notalegt að fá sér smá lúr í sveitinni

Á meðan þau í Dal spiluðu, lögðu sig, lásu og skrifuðu dreif ég mig aðeins út að ganga, enda ár og öld síðan!
Veður ekki alveg boðið upp á miklar göngur með vagninn en vonandi að það fari að verða fært á gangstígunum
og rokið ekki of mikið.
Veðrið á laugardag var ósköp milt, svolítil þoka en fjögurra gráðu hiti - fínasta gönguveður!

Ég dreif Pílu og Trýnu með mér í gönguna



Þegar ég stóð við ánna hugsaði ég til veiðidaganna minna á komandi sumri, hvað það verður gaman að vígja nýju
veiðistöngina og veiðijakann! Var í huganum meira að segja búin að dusta rykið af fluguhnýtingarkunnáttunni og
sá fyrir mér fallegt boxið mitt fullt af fallegum veiðiflugum.


Vetrarsjálfsmynd!


Þó nokkuð gengið á í vetur og ég kom auga á nokkur verkefni fyrir okkur Dalsbúa til að vinna þegar fer að vora!

Í gær rigndi ógurlega og stuttu eftir að við lögðum af stað í bæinn fór áin að ryðja sig með miklum látum.
Mamma og pabbi fóru niður að nýju brú, sáu þó ekki mjög mikið vegna mikillar þoku. En mamma sendi mér
þessa mynd úr símanum sínum!

Mikið vatn í ánni og munaði ekki miklu að þessir ísjakar færu að berast upp á veg.