23. janúar
Tilefni til að setja hér inn nokkrar myndir og nafnafréttir! Nú verðum við að fara að minnka notkun gælunafna og kalla litla strákinn okkar sínu rétta nafni sem er Arnaldur Kári.
Við erum að sjálfsögðu hæstánægð með nafnið, ekki síst Ástþór Örn sem hafði nú komið með þó nokkrar tillögurnar og farinn að halda að litli bróðir fengi bara ekkert nafn!!

Í dag skrapp ég í smá leiðangur og skildi Sigurð og Arnald Kára eftir heima.
Sótti svo Ástþór Örn og þegar við komum heim var Sigurður að byrja að baka vöfflur.
Ástþór Örn varð óskaplega glaður þar sem hann er svona um það bil jafn mikill köku-bakkelsisaðdáandi og mamma hans!!!!

Og herramaður dagsins, sem verður nú að bíða í þó nokkra mánuði eftir að mega gæða sér á vöfflum!


Ástþór Örn er mikill áhugamaður um ljósmyndun og dreymir um að eignast sína eigin myndavél.
Hann "dokumenteraði" vöfflubaksturinn í dag.

Svo skipar hann manni að standa og sitja og segja "sís" í tíma og ótíma!! Bara gaman að því.
Við eigum því orðið dágott safn af svona frekar hreyfðum myndum af okkur Sigurði og litla snáðanum.
Í dag vildi Ástþór Örn endilega taka fjölskyldumynd og tókst bara vel upp verð ég að segja.

Mér og Ástþóri Erni þótti þessi uppstilling ansi sniðug :o)


Arnaldur Kári og Ástþór Örn