21. janúar

 

 

 

Já við erum aldeilis dugleg að uppfæra síðuna! Bara allt gott af okkur að frétta, svo sem ekki margt síðan í fyrradag.

Ástþór Örn hress og kátur á leiksólanum - sérstaklega ánægður með mánudagana því þá er tónlistarstund með tónlistarkennara

sem er nýbyrjaður að vinna á leikskólanum. Mjög gaman að því! Núna styttist líka í bóndadaginn og Þorrablót á leikskólanum.

Þá ætla krakkarnir að bjóða öfum og pöbbum í morgunkaffi.

 

 

En hér eru þó nokkrar myndir teknar í gær og í dag. Njótið vel!

 

 

 

Í gær skruppu Sigurður og Ástþór Örn út í vetrarblíðuna.

 

 

 

Þessum unga manni leiddist ekki þar sem hann renndi sér á snjóþotu og kútveltist í snjónum!

 

 

 

 

  

 

Okkur þykir nú ekkert gaman að þessari hláku sem er úti núna...í janúar viljum við bara hafa vetur!!

 

 

 

 

 

Hann er svo fallegur þessi strákur að maður fær aldrei nóg af því að setja inn fínar myndir af honum :o)

 

 

 

Eftir leikinn í snjónum kom þessi stúfur hinn hressasti inn með svolítið kaldar eplakinnar.

Það var því notalegt að setjast, fá sér kakóbolla og smákökur og spila svo veiðimann!

 

 

 

Sigurður hámaði í sig allar smákökurnar enda kannski vantað orku eftir daginn,

en við tókum okkur til og skiptum um blöndunartæki í eldhúsinu og

pússuðum og bárum á borðplötur! Nóg að gera í orlofi!!

 

 

 

Það er voða gaman að fylgjast með þessum strák á leikteppinu,

fylgjast dolfallinn með öllum leikföngunum

 

 

 

Nú eða að rífast við þau!

 

 

 

 

 

 

Stutt í bros!

 

 

 

 

 

 

Ástþóri Erni þykir alltaf hálfgert svindl ef litli bróðir er sofandi þegar hann kemur heim. Í dag fór hann því

að leika sér en hlustaði vel og stökk til ef honum heyrðist sá stutti vera að rumska!

 

 

En hann svaf bara og svaf! Svolítið að fara úr hárum, sem er aðeins farið að þynnast svona efst á kollinum.

 

 

 

 

Loksins eitthvað að gerast!

 

 

 

Ástþór Örn prófar að skipta um bleiu

 

 

Svooo fallegir þessir bræður!

 

 

 

Því miður er síðan hans Ástþórs Arnar frá því hann fæddist ekki alveg að virka en ég hef verið á leiðinni að setja hér inn myndir af honum

og svo fékk ég hvatningu þess efnis frá dyggum lesanda í gær í gestabókinni!! Ég læt því fylgja tvær myndir af Ástþóri Erni,

teknar af honum rétt um fjögurra vikna.

 

 

 

Svona var hann nú lítill líka! Þeir vissulega um margt líkir en samt svo ólíkir líka :o)