19. janúar
Þá er litli herramaðurinn okkar eins mánaða í dag og mánuður í að Ástþór Örn veðri fimm ára! Og amma/langamma Anja er 75 ára í dag, sendum bestu afmæliskveðjur í Dal.

Við höfum verið ansi dugleg að spila undan farið og kemur slönguspil Dóru landkönnuðar alltaf sterkt inn

Hér birtist Zorro eitt kvöldið!! Það var reyndar smá búningakrísa þar sem Ástþór Örn
átti bara skikkju, Zorrohatt og grímu...sem reyndar fannst ekki. Hann fékk því lánaðar þykkar
svartar sokkabuxur frá mér og bol frá Sigurði, fór í svörtu reiðskóna og snéri áramótagrímu við
og litaði svarta! Næsta vandamál var svo að hesturinn væri brúnn en ekki svartur...við
redduðum því með því að lána hestinum bara svörtu hárkolluna hans Jóa Spóa sjóræningja!!!

Þessari dúllu finnst voða gaman að fá að sitja smá í stólnum og fylgjast með!

Og ég náði hér einni mynd af þessum litla strák eitthvað að kvarta,
en það gerist voða sjaldan enn sem komið er!!

Í dag hefur Sigurður verið á námskeiði í vinnunni og við þrjú
höfðum það notalegt hér heima.

Þessari æfingar ekkert svo notalegar! Hann reyndi nú meira að spyrna sér af stað í dag en að lyfta höfðinu...
best er nú samt bara að liggja rólegur og horfa út í loftið

Ástþór Örn fékk uppáhaldsmatinn sinn í hádeginu, grjónagraut!


Stúfur milli svefns og vöku

Ástþór Örn var ansi óheppinn í dag og flaug á hausinn og rak sig í broðhorn og hróflaði sig aðeins. Hann var því mjög slasaður.
Eftir að hafa fengið tvo plástra, knús og mikla samkennd varð ástandið bærilegra.
Hann langaði svo að fá að halda á litla bróður en treysti sér alls ekki til að halda um höfuðið vegna meiðsla,
þannig að sá litli fékk að hvíla sig aðeins í kjöltunni á honum í staðinn.

Þessir bræður eru voðalega hrifnir hvor af öðrum


Aðeins farinn að taka gleði sína á ný!


Góða helgi, hafið það öll gott!