15. janúar

 

 

Kominn miður janúar, aldeilis að tíminn flýgur áfram. Af okkur er allt bara gott að frétta...ekki svo margt síðan ég setti inn myndir síðast þó!

En hér eru nokkrar nýjar myndir :o)

 

 

 

 

Kúrt í pabbafangi

 

 

 

Ástþóri Erni hefur gengið vel að aðlagast hlutverki stóra bróðurs. Þessi litli stúfur hefur verið ósköp ljúfur og vær,

sem auðveldar hlutina jú heilmikið.

 

 

 

 

 

 

 

 

Amma Kata og afi Ástþór skruppu til Kaupmannahafnar og óskaði Ástþór Örn sér þess að þau

myndu finna handa honum rauðan transformerkarl. Þau urðu að óskinni og vildi Ástþór Örn fá mynd af sér með

þessum nýja félaga sínum!

Það eru annars skemmtilegar fréttir af þessum strák! Ástþór Örn fór í dag til barnalæknisins sem hefur fylgst með honum út af ofnæmi og barnaastma.

Reyndar hefur hann verið laus við barnaastmann í þó nokkurn tíma og okkur hefur ekki þótt hann bregðast við kisum í þó nokkurn tíma.

Núna var komið að því að endurtaka ofnæmisprófin og athugaði Björn læknir kisuviðbrögðin, þó hann ætti nú ekki von á því að

ofnæmið væri horfið. En jú, engin svörun og sagðist læknirinn ekki sjá svona oft! Þessi mikli kisuaðdáandi getur því knúsað

kisur að vild væntanlega...honum til ómældrar gleði.

 

 

 

Ástþór Örn bað mig að taka þessa mynd í dag, þegar hann var nýbúinn að gefa Nemó og Dóru kvöldmatinn!

Hann hugsar nú ansi vel um þau og lætur sig dreyma um stórt búr þar sem þau geti leikið sér að því að synda inn

í helli og þess háttar...já og gullkista í búrið alveg nauðsyn að hans mati. Enn sem komið er verða þau

að láta sér nægja rauða plantan og froskastytta sem eigandi þeirra færði þeim um daginn :o)

 

 

 

 

 

Og litli maðurinn okkar, sem verður fjögurra vikna á morgun!

 

 

 

 

     

 

Myndasyrpa af þessum sæta strák, sem við eigum eitthvað erfitt með að finna nafn á!

 

 

 

 

 

Bestu kveðjur frá okkur öllum, hafið það öll sem best. Og takk fyrir kveðjur í gestabókina, okkur (alla vega mér!) finnst voða gaman að fá kveðjur :o)