13. janúar

 

 

Við búin að eiga fínustu helgi. Sigurður átti nú að vera á námskeiði á föstudag og laugardag en því var frestað um viku og vorum við ósköp fegin því.

Í gær fórum við loksins aðeins út í smá göngutúr með litla manninn í vagninum. Oft verið svo mikið rok undan farið og leiðindaveður að við höfum ekkert verið að æða út.

Í dag vaknaði Ástþór Örn svo snemma því hann var æsispenntur að fara á Gosa eftir hádegið! Þeir feðgar fóru í leikhúsið með Vigdísi, Ólíver, Halla, Rut vinkonu ömmu og ömmustelpunni

hennar Anniku. Þau skemmtu sér öll mjög vel og Ástþór Örn vill endilega drífa okkur ömmu Kötu með úr því að við fórum ekki í dag. Amma og afi drifu sig nefnilega til Kaupmannahafnar

í tilefni 30 ára brúðkaupsafmælisins.

 

 

Rölt af stað!

 

 

 

Ástþór Örn fékk aðeins að keyra vagninn og lagði drög að fleiri göngutúrum þar sem hann fengi að keyra allan tímann!

 

 

 

Aðeins kíkt í vagninn! Ég áttaði mig ekki á því að myndavélin var nánast batteríislaus þegar lagt var af stað

og hafði ekki krafta í að mynda litlu dúðuðu dúlluna í vagninum þegar átti að smella af.

 

 

 

 

 

Ástþór Örn löngu búinn að gleyma plönum um að keyra vagninn og hlaupinn langt á undan okkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar við komum heim skoruðum við Ástþór Örn á Sigurð að baka pönnukökur...hann varð að sjálfsögðu við því

enda veit hann að nýbakaðar mæður fara bara að gráta ef það er ekki gert eins og þær vilja!!

 

 

 

 

 

 

Gaman að skoða allt dótið á teppinu

 

 

 

Og fúlar æfingar sem þessi strákur var engan veginn að nenna í dag!

 

 

 

 

Ástþór Örn með glæsilegt LEGOskip sem Kristín frænka úr eyjunum og Kiddý frænka færðu honum þegar þær

litu inn til okkar um daginn. Nú erum við orðin ansi spennt að fylgjast með lokasprettinum hjá Kiddý frænku sem

er sett í lok febrúar!

 

 

Veit ekki alveg hvort þessi litli herramaður sé nú alveg að ná útskýringum

Ástþórs Arnar um það hvernig skipið virki

 

 

 

Stóri bróðir smellir einum kossi á litla stúfinn áður en hann skellti sér í leikhúsið

 

 

 

Slappað af eftir leikhúsferðina. Amma Kata gaf honum Gosabók

fyrir jólin og í dag fékk Ástþór Örn sér diskinn úr sýningunni.

Notalegt að liggja og hlusta í rólegheitum og safna svolitlum kröftum

fyrir komandi viku!