9. janúar
Nýja árið hefur farið vel af stað á okkar bæ, ósköp rólega sem er voða fínt. Ástþór Örn fer kátur og hress á leikskólann, enda veit hann að litli bróðir sefur nú mest allan tímann sem hann er þar!
Hann er voða spenntur að spjalla aðeins við hann þegar hann kemur heim og þykir mikið svindl ef hann er ekki vakandi þá. Litli snáðinn er þriggja vikna í dag. Dafnar bara vel. Hjúkkan kemur næst til okkar
eftir helgina, en maður er öllu rólegri í þetta skiptið yfir ábættum grömmum en í Danmörku þegar mér leið eins og ég væri að koma fyrir rétt í hvert skiptið sem Ástþór Örn var vigtaður - þó hann blési út blessaður!!
En hér eru nokkrar myndir úr afmælis- og brúðkaupsafmæli afa Ástþórs og ömmu Kötu sem við héldum hér saman 7. janúar og svo nokkrar myndir teknar í dag.

Þeir bræður klæddu sig upp í tilefni afmælanna á mánudag!

Ástþór Örn að færa ömmu og afa gjafirnar þeirra

Honum þótti nú eitthvað ganga hægt að taka upp og ákvað að taka til hendinni líka!

Og svo var borðaður yndislega góður matur sem reyndar amma Kata eldaði...þó hún væri gestur.

Það er annað hvort flóðlýsing í stofunni eða myndir í fókus...hér var fókusinn látinn fjúka fyrir huggulegri birtu

Lítið þriggja vikna kríli með pabba sínum


Með svolítið af hormónabólum í kinnunum þetta litla skinn og þessar sætu kinnar eru því svolítið hrjúfar þessa dagana



Ástþór Örn skrapp í klippingu í gær þar sem okkur foreldrunum þótti heimaklippingin ekki alveg eins vel heppnuð og
honum sjálfum.


Leikteppið hans Ástþórs Arnar komið í gagnið á ný og Ástþóri Erni þykir
það ekki síður spennandi en þeim litla