2. janúar

 

 

Okkar bestu nýárskveðjur til ykkar allra, vonum að nýja árið verði farsælt og gott.

Af okkur er allt gott að frétta. Ástþór Örn að klára jólafríið, fer á leikskólann á morgun. Orðinn spenntur að hitta félaga sína þar og ekki síst

fara og sýna mynd af sér með litla bróður. Yngri herramaðurinn dafnar vel en á morgun kemur hjúkka af heilsugæslunni til að skoða hann og vigta.

 

En hér koma fyrstu myndir nýs árs, njótið vel!

 

 

 

Náttfatastemmning á nýársdag hjá nývöknuðum bræðrum

 

 

 

Ástþór Örn  klæddi sig þó óvenjusnemma í gær því afi Ástþór bauð þeim feðgum í nýarsgöngu í Heiðmörk.

Ekki var til nein gulrót í ísskápnum til að taka með en þess í stað ákvað Ástþór Örn að taka brauðsneið,

ef skyldi að hann myndi rekast á kanínu.

 

 

 

 

 

Kátir nafnar á fyrsta degi nýs árs

 

 

 

Ástþór Örn kom nú ekki auga á kanínu að þessu sinni en fann litla holu sem hann var alveg fullviss um að væri

heimili músafjölskyldu!

 

 

 

Eftir ferðina í Heiðmörk var farið í heimsókn í Langagerðið og meðal annars spilað fótboltaspil við Gauta frænda

 

 

 

 

Í dag tóku þeir feðgar svo nokkur lög á gítarana. Ástþór Örn rosa töff búinn að setja "capo" á sinn!!

 

 

 

 

Eru til meiri dúllur??

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sá litli er farinn að fá að sitja/liggja í ömmustólnum svona í örlitla stund í senn

og þykir voðalega spennandi að horfa svolítið í kringum sig.

Ástþór Örn stóð fyrir myndasýningu fyrir hann í kvöld og var þemað fyrstu mánuðir

hans í Danmörku. Ástþór Örn útskýrði fyrir litla bróður eitthvað á þessa leið "ég fæddist sko í Danmörku,

það er annað land sko. Þú ert fæddur á Íslandi, það er bara...hérna (baðað út höndunum í allar áttir)"!!

 

 

 

 

 

 

 

Það er alltaf jafn ótrúlegt að sjá hvað svona hendur eru búnar til í lítilli stærð :o)

 

 

Og svo stækka þessi kríli svo fljótt...eins og þessi strákur!

 

 

 

Ástþór Örn er sjálfskipaður bleijustjóri hér á heimilinu og verður ægilega sár ef búið er að fara með bleiju í ruslið á undan honum

þegar skipt er á litla manninum.

 

 

 

Stoltur stóri bróðir