| LTD F-50 Árgerð: 2003 Body: Agathis Háls: Skrúfaður hlynur / rósaviðar fingraborð / punkta inlay með módelheiti (F-50) á 12.bandi Pickuppar: ESP LH-100 Litur: Svartur Hardware: Svart Tune: D-standard / drop-C Live: Aldrei Keyptur notaður heima í janúar 2006. Seldur í febrúar sama ár til að fjármagna Line6 magnara. Þegar Origin fór að komast á koppinn var farið að sjá fram á það að spilað yrði til jafns í E og D. Ákvað Bjölli þá að finna sér einhverja druslu til að hafa til vara fyrir Explorerinn, sem var þá orðinn D-gítarinn hans. Auglýsing á huga.is leiddi hann að þessu eintaki af LTD F-50, á hálfvirði miðað við útsöluverð hér heima. Seldur aðeins mánuði seinna til Hjalta, félaga Bjölla og Smára í nýja bandinu. |
![]() LTD F-50 gítarinn hans Bjölla. |