Íslenskir hermenn,
í tímaröð:

1600-1700

1700-1800

1800-1900

1900-2000

Vestur-Íslendingar í Kanada- og Bandaríkjaher 1914-18 og 1939-45

Íslenskir friðargæsluliðar

Heimavarnarlið Vestmannaeyja 1855-69

Lífvarðasveit Jørgen Jørgensens 1809

Mikilvægir sögulegir atburðir frá 1600 til 2000

Íslenskir hermenn:
oft er hermanns örðug gangan

Tign og hlutverk

Herskipulag

 

Í M.A. rannsókn minni gerði ég rannsókn á íslenskum fyrrverandi hermönnum sem þjónað höfðu í erlendum herjum til lengri eða skemmri tíma. Í margar aldir var danski herinn, og að einhverju leyti norski herinn einnig, eini möguleiki Íslendinga til að gegna hermennsku. Sumir dvöldu stutt í hernum á meðan aðrir gerðu hermennskuna að ævistarfi. Í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni þjónuðu mun fleiri Íslendingar sem hermenn en nokkru sinni áður. Stærsti hópurinn gegndi herþjónustu innan kanadíska hersins (Army, Navy, Air Force) og var þar bæði um herkvadda og sjálfboðaliða að ræða. Töluverður fjöldi var einnig í bandaríska hernum (Army, Marines, Navy) meðan á styrjaldarárunum stóð en eftir það dró mikið úr fjöldanum þó Ísland hafi ávallt haft sína fulltrúa þar eftir það. Nokkrir Íslendingar hafa einnig þjónað með þýska hernum (Bundeswehr, Wehrmacht, Waffen SS), Útlendingahersveit (La Légion Étrangére) franska hersins og í breska hernum (Royal Air Force, Army). Tuttugusta öldin hefur séð Íslendinga berjast í helstu meiri háttar átökum aldarinnar. Nægir þar að nefna Fyrri heimsstyrjöldina 1914-18, Spænska borgarastríðið 1936-39, Vetrarstríðið í Finnlandi 1939-40, Seinni heimsstyrjöldina 1939-45, Kóreustríðið 1950-53, Víetnamstríðið 1963-73, Persaflóastríðið 1991 og að lokum sem hluti af Friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna og NATO í Líbanon, Bosníu-Herzegóvínu og Kosóvó.

Ásamt þessu skoðaði ég viðbrögðin sem þessir einstaklingar fengu frá fjölskyldu sinni, nánustu ættingjum, vinum og kunningjum, ásamt því hvernig hið íslenska samfélag sem þeir voru aldir upp í tók á móti þeim þegar herskyldu var lokið og þeir sneru aftur heim til Íslands. Einnig skoðaði ég þá sýn sem þessir einstaklingar hafa fengið af sínu nánasta umhverfi og þeirri heimsmynd sem hermennskureynslan skapaði. Þessu til hliðsjónar var einnig athugað við hvað þessir menn störfuðu að herþjónustu lokinni og þá hvort það tengdist að einhverju leyti fyrrverandi starfi þeirra sem hermenn. Sögulegir þættir hvað varða innlenda hernaðartilburði voru einnig skoðaðir og þá farið allt aftur til 17., 18. og 19. aldar en meginniðurstaðan úr þeim rannsóknum var að Íslendingar eiga sér mun fjölbreyttari hernaðarsögu en almenningur hefur gert sér grein fyrir..

Sú ákvörðun Íslendinga að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO) en vera jafnframt eina aðildarþjóðin sem ekki hafði eigin her var jafnframt skoðaður. Þar voru athugaðir þeir félagslegu og pólitísku þættir sem voru forsendan fyrir því annars vegar að hafa ekki eigin her en hins vegar vera aðili að NATO.

Viðbrögð Íslendinga við spurningunni um stofnun íslensks hers af einhverju tagi hefur verið í yfirgnæfandi meirihluta neikvæð. Þó svo landsmenn geti haft skiptar skoðanir á flestum landsins málum, hafa skoðanir manna hvað þetta varðar verið mjög svo einróma. En, af hverju eru landsmenn svona sterklega á móti stofnun eigin hers en um leið flestir sammála að Ísland þarf á einhvers konar öryggistryggingu að halda?

Um margt var spurt í þessari rannsókn og komu niðurstöður sums staðar á óvart. Hluti af því snerta á viðkvæmum pólitískum deiluefnum. Hvort umfjöllun mín um þessi málefni verði eins og öllum líki, skal ósagt látið. Hvort okkur Íslendingum almennt líkar eða ekki að til sé sérstök íslensk hernaðarsaga, þá er hún samt sem áður hluti af Íslandssögunni. Full ástæða er því til að gera henni tilhlýðileg skil.