Húsið Aldeas de Aguamarina III Nr. 27


Til leigu í viku eða lengur allt árið


Aldeas nr. 27 er mjög skemmtilegt 80 fm endaraðhús á Costa Blanca ströndinni á Spáni í nýlegu hverfi sem heitir Aguamarina. Hverfið er um 10 mín akstur fyrir sunnan Torrevieja (100 þús íbúar) og 40 mín fyrir sunnan Alicante (400 þús íbúar).

Öll þjónusta er í hverfinu. Fjöldinn allur af veitingastöðum og börum í göngufæri ásamt bönkum, matvörubúðum, apóteki, heilsugæslustöð, internet cafe og fleira.

Húsið er aðeins 150 m frá ströndinni.

Barnvænt umhverfi: Húsið í lokuðum garði með öðrum húsum þar sem er sameiginleg sundlaug, nuddpottur og sturtur. Húsið er alveg við sundlaugina.

Þrír frábærir golfvellir eru 5 mín akstursfjarlægð.

Húsið er 2-3ja hæða m. forgarði (borð og stólar) og bakgarði þar sem einnig eru borð, stólar, sólbekkir og útigrill. Á fyrstu hæð er vel búin stofa með m.a. sófa og svefnsófa (fyrir tvo), stórt flatskjársjónvarp, málverk á veggjum svo og salerni og eldhús. Á annarri hæð er herbergi með tveim einstaklingsrúmum, fataskáp og hillum og í hjónaherbergi er mjög gott rúm með vönduðum dýnum, fataskápur, hillur, tvö öryggishólf og útgengt út á svalir með borði og stólum. Baðherbergi er einnig á hæðinni. Á efstu hæð er lítið herbergi undir súð með rúmi og þaksvalir með sólbekkjum og góðu útsýni.

Gistiaðstaða er fyrir 4 fullorðna og tvö börn og rúmföt, handklæði og fl fylgir.

Ýmislegt: Loftkæling og hitun er í stofu og svefnherbergjum. Þjófavarnakerfi, tvö öryggishólf (rýmir farölvur), þvottavél, uppþvottavél, örbylgjuofn, straujárn, hárþurrka, heimabíó, DVD, sólbekkir og fl.

Kapalsjónvarp með 65 stöðvum – helmingur enskumælandi.

Beint flug frá Keflavík til Alicante. Einnig er hægt að fljúga með viðkomu í London til Alicante eða Murcia. Getum séð um flutning frá flugvelli ef óskað er. Bílaleigubílar eru ódýrir á Spáni.

Gönguferðir: Sérstaklega falleg strönd þar sem skiptast á baðsandstrendur, smábátahafnir, og klettastrendur.

Coast Milk Productions